Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Undirritun samnings Eiríkur Ingólfsson ehf vegna Grunnskólans í Borgarnesi

Undirritun samnings Eiríkur Ingólfsson ehf vegna Grunnskólans í Borgarnesi

398
0
Mynd: Borgarbyggð

Í vikunni var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og byggingarfyrirtækisins Eiríkur Ingólfsson ehf. um stækkun og heildarendurbætur á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Er samningurinn gerður að undangengnu útboði sem Ríkiskaup sá um fyrir Borgarbyggð.

<>

Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum. Verkið mun standa yfir í þrjú ár og er heildarkostnaður verksins sem samningurinn tekur yfir um 750 millj. kr.

Langþráður áfangi er nú í höfn varðandi endurnýjun og stækkun húsnæðis skólans og stórbætta aðstöðu nemenda og starfsfóks.

Heimild: Borgarbyggd.is