Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu Skaftártunguvegar 208-00, um Eldvatn í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu, ásamt jarðvinnu sem nauðsynleg er vegna byggingar nýrrar brúar yfir Eldvatn. Nýr vegkafli verður 920 m að lengd og mun liggja af Hringvegi (1-a8), um nýja brú á Eldvatn og inn á núverandi Skaftártunguveg við Eystri Ása.
Helstu magntölur eru:
· Skeringar 28.000 m3
· Fyllingar 20.100 m3
· Styrktarlag, óunnið 4.750 m3
· Burðarlag 1.700 m3
· Tvöföld klæðing 730 m2
· Frágangur fláa 24.800 m2
· Vegrið 252 m
· Rofvarnarefni 6.000 m3
Jarðvinnu vegna brúarsmíði skal vera lokið fyrir 01.02.2019. Útlögn klæðingar skal lokið fyrir 01.09.2019 og verkinu öllu skal að fullu lokið fyrir 01.11.2019.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 7. maí 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 23. maí 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.