Home Fréttir Í fréttum Kísilver PCC á Bakka komið í gang

Kísilver PCC á Bakka komið í gang

350
0
Mynd: Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Tæknimenn PCC við gangsetningu kísilversins Mynd: PCC Bakki silicon

Fyrri ljósbogaofn kísilvers PCC á Bakka var settur í gang í kvöld. Tekist hefur að leysa ýmis vandamál sem komið hafa upp síðustu daga og tafið fyrir gangsetningu. Eftir rúma viku á fyrsta framleiðsla verksmiðjunnar að líta dagsins ljós.

<>

Undanfarna daga hafa tæknimenn PCC og verktakans við byggingu kísilversins á Bakka verið að prófa ýmsan búnað til að tryggja að öruggt sé að gangsetja verksmiðjuna. Þar hafa komið upp ýmis atriði sem tafið hafa gangsetninguna. Nú hefur tekist að finna lausnir á þeim vandamálum og annar af tveimur ljósbogaofnum verksmiðjunnar hefur nú verið gangsettur.

„Þetta byrjar á því að við setjum straum á fyrri ofninn,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakki Silicon. „Það er byrjað afskaplega hægt og það byrjar engin framleiðsla í ofninum strax. Til að byrja með er hann hitaður hægt og rólega upp og klæðningin í honum er bökuð. Þegar því er lokið þá er farið að setja hráefni í hann.”

Eftir rúma viku á ofninn að hafa náð fullu afli og þá verður tappað af honum fyrsta kísilmálminum sem framleiddur er í verksmiðjunni.

Heimild: Ruv.is