F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, Veitna ohf., Mílu ehf. og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Úlfarsárdalur – stækkun hverfis. Gatnagerð og lagnir 1. áfangi. Útboð nr. 14229
Um er að ræða
- Uppúrtekt úr botni Leirtjarnar – jöfnun uppúrtektar á svæði sunnan tjarnar
 - Gerð nýs útrásarskurðar frá Leirtjörn
 - Jarðvegskipti í nýjum götum, torgi og ofanvatnsskurðum
 - Jarðvegsskipti í bílastæðagötum í reitum B og D
 - Lagningu fráveitu (skolp)-, vatns- og hitaveitulagna
 - Lagningu raf-, fjarskipta og ljósleiðaralagna
 - Uppsetning ljósastaura
 - Formun og frágangur ofanvatnsskurða
 - Ræsi undir götur og innkeyrslur ásamt endafrágangi við ofanvatnsskurði
 - Malbikun gatna, neðra malbikslag
 
Helstu magntölur eru:
- Uppúrtekt, efni nýtt á svæðinu 16.000 m3
 - Uppúrtek, efni á tipp 23.000 m3
 - Losun á klöpp 1.650 m3
 - Undirfylling, burðarhæf 20.500 m3
 - Grúsarfylling 5.300 m3
 - Fráveitulagnir (skolp) 315 m
 - Fráveitubrunnar 4 stk
 - Vatnsveitulagnir 975 m
 - Hitaveitulagnir 800 m
 - Lagnaskurðir, hitav. rafm. og fjarsk.lagnir 950 m
 - Reising ljósastaura 15 stk
 - Mulningur 3020 m2
 - Malbik 2860 m2
 - Frágangur ofanvatnsskurða 1200 m2
 - Ræsi við ofanvatnsskurði Ø250 115 m
 
Skiladagur verksins er 1. nóvember 2018.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá þriðjudeginum 24. apríl 2018 á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is
Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, þann 9. maí 2018.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupadeild 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is
		
	











