Home Fréttir Í fréttum Fimmtíu ára skáli ekki nýbygging

Fimmtíu ára skáli ekki nýbygging

209
0
Mynd: VÍSIR/VILHELM

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) hefur fellt úr gildi álagningu skipulagsgjalds á ker- og steypuskála Rio Tinto Alkan (RTA) í Straumsvík. Félagið þarf því ekki að greiða rúmlega 49 milljónir vegna þeirra.

<>

Árið 2007 gekk í gildi breyting á samkomulagi RTA við ríkið þar sem fyrirtækið gekkst undir almennar skattareglur hérlendis. Fasteignamat var unnið fyrir verksmiðju fyrirtækisins en brunabótamat var ekki fullgert samtímis. Olli það vandræðum vegna ýmissa gjalda sem leggjast á tryggingar byggðar á brunabótamati. Var því lagst í að gera brunabótamat en það hljómaði upp á 24,6 milljarða króna. Að því loknu var lagt á skipulagsgjald. RTA var rukkað um rúmar 49 milljónir.

Félagið kærði álagninguna til nefndarinnar en í niðurstöðu hennar segir að byggingarnar hafi verið reistar á árunum 1967, 1970 og 1997. Því gætu þær ekki talist nýbyggingar árið 2016 þegar gjaldið var lagt á. Var því álagning Tollstjóra felld úr gildi.

Heimild: Visir.is