Home Fréttir Í fréttum Þjótandi bauð lægst í Þingvallaveg

Þjótandi bauð lægst í Þingvallaveg

234
0
Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þjótandi á Hellu bauð lægst í endurbætur á 8,3 km kafla á Þingvallavegi en tilboð í verkið voru opnuð í lok mars.

<>

Um er að ræða endurbætur vegarins frá Þjónustumiðstöðinni að vegamótum við Vallaveg. Verkið felst í styrkingu og breikkun núverandi vegar með áherslu á að auka umferðaröryggi.

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á tæpar 488,3 milljónir króna og var 73,5% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar. Áætlunin gerði ráð fyrir 664 milljónum króna til verksins.

Aðeins munaði tæpum 3,2 milljónum á tveimur lægstu tilboðunum en Þróttur ehf á Akranesi bauð tæplega 491,5 milljónir króna í verkið.

Fimm önnur verktakafyrirtæki buðu í verkið; Suðurtak ehf tæpar 516,3 milljónir, Mjölnir á Selfossi rúmar 535,1 milljónir, Munck Íslandi ehf rúmar 689,6 milljónir og Borgarverk ehf tæpar 714,6 milljónir króna.

Verktími skiptist á árin 2018 og 2019 en verkinu á að vera að fullu lokið þann 1. ágúst 2019

Heimild: Sunnlenska.is