Home Fréttir Í fréttum 587 millj­óna gjaldþrot bygg­inga­fé­lags

587 millj­óna gjaldþrot bygg­inga­fé­lags

452
0
Upp­bygg­ing Stúd­entag­arðanna við Sæ­mund­ar­götu. Örk bygg­inga­fé­lag sá um upp­steyp­ingu. Mynd: mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Gjaldþrota­skipt­um á þrota­búi R 18 ehf., áður Örk bygg­inga­fé­lag, er lokið en greint er frá skipta­lok­un­um í aug­lýs­ingu í Lög­birt­ing­ar­blaðinu. Þar seg­ir að sam­tals hafi kröf­um að fjár­hæð 587 millj­ón­ir verið lýst í þrota­búið. Þar af voru samþykkt­ar for­gangs­kröf­ur tæp­lega 17 millj­ón­ir. Eng­ar eign­ir fund­ust í bú­inu og ekk­ert fékkst greitt upp í al­menn­ar kröf­ur.

<>

Á heimsíðu fyr­ir­tæk­is­ins kem­ur fram að það hafi tekið þátt í ýmis kon­ar upp­bygg­ingu á há­skóla­svæðinu og í miðbæn­um. Það sá um upp­steyp­ingu Ver­ald­ar – húsi Vig­dís­ar, Stúd­entag­arðanna í Vatns­mýr­inni, og há­tækni­set­urs Al­vo­gen og Al­votech.

Í miðbæn­um sá það um upp­steyp­ingu íbúðahús­næðis­ins á Mýr­ar­götu 26, Hafn­ar­torgi og Hafn­ar­stræti 17-19. Í frétt DV frá því í sept­em­ber seg­ir að Örk bygg­inga­fé­lag hafi verið með kran­ann, sem hrundi í Hafn­ar­stræti, á leigu. Kran­inn féll á ný­bygg­ingu og yfir á planið hjá pylsu­söl­unni Bæj­ar­ins bestu.

Heimild: Mbl.is