Home Fréttir Í fréttum Skagfirskar leiguíbúðir hses. byggja 8 leiguíbúðir á Sauðárkróki

Skagfirskar leiguíbúðir hses. byggja 8 leiguíbúðir á Sauðárkróki

261
0
Fyrirhugað útlit húsanna sem rísa munu í Laugatúni. Mynd: skagafjordur.is

Í síðustu viku var undirritaður verksamningur og verkáætlun á milli Skagfirskra leiguíbúða hses. og BM Vallár ehf. vegna bygginga á tveimur fjögurra íbúða húsum úr forsteyptum einingum.

<>

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir að húsin, sem eru á tveimur hæðum, munu rísa í Laugatúni 21-23 og 25-27 á Sauðárkróki, og er þeim ætlað að mæta brýnni þörf fyrir frekara leiguhúsnæði á svæðinu. Í hvoru húsi verður ein þriggja herbergja íbúð sem er 85 fm, og þrjár fjögurra herbergja íbúðir sem hver um sig er 96 fm.

Áætlað er að framkvæmdir við húsin hefjist í sumar og stefnt er að verklokum á vormánuðum 2019

Heimild:Feykir.is