Home Fréttir Í fréttum Met slegin við gröft Dýrafjarðarganga

Met slegin við gröft Dýrafjarðarganga

154
0
Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS

Fljúgandi gangur er í greftri Dýrafjarðarganga. Gangamenn slógu vikumetið í síðustu viku þegar þeir grófu 90,2 metra á einni viku.

<>

Josef Malknecht, verkefnastjóri Metrostav við Dýrafjarðargöng, segir afköst síðustu tveggja vikna vera þau mestu hingað.

Í þar síðustu viku grófu gangamenn 80 metra sem var einnig met þar til það var slegið viku síðar.   Göngin eru nú 1572,3 metrar, eða 29,6 prósent af heildarlengd ganganna.

Við gangagröftinn hefur dropið nokkuð af vatni úr gangaþekjunni en samkvæmt Josef hafa tvær síðustu vikur verið þurrari en vikurnar þar á undan.

Heimild: Ruv.is