Það eru ekki bara framkvæmdir norðan við bæ þessa dagana heldur einnig sunnan við bæ.
Að sögn Friðriks Sigurðssonar stjórnarfomanns Steinsteypis ehf. er félagið komið með viljayfirlýsingu frá LNS Saga um steypuvinnu við stöðvarhús Landsvirkjunar á Þeistareykjum og önnur verkefni eru í farvatninu.
Hann bætti við að með tíð og tíma mætti búast við því að öll starfsemi Steinsteypis yrði á þessum nýja stað og aðrar eignir félagsins þá seldar.
Þá hefur félagið bætt við sig talsvert af tækjum og mannskap að undanförnu til að takast á við komandi verkefni s.s. dælubíl, dráttarbílum, malarvögnum, hjólaskóflu ofl.
Steinsteypir er í dag í eigu feðganna Ásgríms Þórhallssonar á Hafralæk og sona hans Jónasar og Kristins ásamt félaginu Fljótsmöl ehf sem er í eigu bræðranna og Friðriks.
Umtalsvert verk er að umbreyta lóðinni að Haukamýri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í dag.
Heimild: 640.is