Home Fréttir Í fréttum Steinsteypir ehf. byggir upp í Haukamýrinni

Steinsteypir ehf. byggir upp í Haukamýrinni

119
0
©640.is

Það eru ekki bara framkvæmdir norðan við bæ þessa dagana heldur einnig sunnan við bæ.

<>
Nánar tiltekið í Haukamýrinni.
Þar fékk Steinsteypir ehf . nýverið úthlutað 2 hektara lóð að Haukamýri 3 undir steypustöð, efnisvinnslusvæði og verkstæði.
Og nú í vikunni hófust framkvæmdir á lóðinni.

Að sögn Friðriks Sigurðssonar stjórnarfomanns Steinsteypis ehf. er félagið komið með viljayfirlýsingu frá LNS Saga um steypuvinnu við stöðvarhús Landsvirkjunar á Þeistareykjum og önnur verkefni eru í farvatninu.

Hann bætti við að með tíð og tíma mætti búast við því að öll starfsemi Steinsteypis yrði á þessum nýja stað og aðrar eignir félagsins þá seldar.

Þá hefur félagið bætt við sig talsvert af tækjum og mannskap að undanförnu til að takast á við komandi verkefni s.s. dælubíl, dráttarbílum, malarvögnum, hjólaskóflu ofl.

Steinsteypir er í dag í eigu feðganna Ásgríms Þórhallssonar á Hafralæk og sona hans Jónasar og Kristins ásamt félaginu Fljótsmöl ehf sem er í eigu bræðranna og Friðriks.

Umtalsvert verk er að umbreyta lóðinni að Haukamýri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í dag.

Heimild: 640.is