Home Fréttir Í fréttum Búið að greiða út 75 prósent leiðréttingarinnar

Búið að greiða út 75 prósent leiðréttingarinnar

42
0
Leiðrétting

Búið er að greiða út um 51 milljarð króna í tengslum við leiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Það  samsvarar 75 prósent af heildarfjárhæð niðurfærslunnar sem hljóðar alls upp á 80 milljarða króna.

<>

Fjallað er um skuldamál heimilanna á vef fjármálaráðuneytisins þar sem fram kemur að skuldahlutfall heimilanna hafi lækkað um 38 prósentustig frá árinu 2009. Er það mun hærra hlutfall í nágrannalöndum okkar, eins og fram kom á Eyjunni fyrr í vikunni. Aðeins á Írlandi er að finna viðlíka lækkun.

Ráðuneytið rekur lækkunina til „ákjósanlegra efnahagslegra aðstæðna“. Einnig kemur fram að síðasti fjórðungur leiðréttingarinnar verði greiddur inn á höfuðstól lána í ársbyrjun 2016.

Heimild: Eyjan.is