Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Íþróttamannvirki Grindavíkur uppbygging

Opnun útboðs: Íþróttamannvirki Grindavíkur uppbygging

343
0
Mynd: Grindavík.is

Grindin ehf  var með lægsta tilboð í uppbyggingu íþróttamannvirkja  í Grindavík en opnun tilboða í verkið fór fram þann 20.febrúar sl. á bæjarskrifstofu Grindavíkur. Tilboð bárust frá Þarfaþing ehf, Munck Ísland, Grindinni ehf og H.H. smíði ehf.

<>

Tæknideild Grindavíkurbæjar lagði til á bæjarstjórnarfundi þann 27.febrúar sl. að ganga frá samningum við lægstbjóðanda, Grindin ehf, tilboð þeirra hljóðaði upp á 518.071.060 kr. og var það 107% af kostnaðaráætlun.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að taka tilboði Grindarinnar.

Heimild:Vf.is