Home Fréttir Í fréttum Reykjanesbær hefur úthlutað lóðum undir 900 íbúðir

Reykjanesbær hefur úthlutað lóðum undir 900 íbúðir

119
0

Reykjanesbær hefur undanfarin misseri sett aukinn kraft í lóðaúthlutanir í sveitarfélaginu, en lóðum undir um 900 íbúðir hefur verið úthlutað undanfarin tvö ár.

<>

Árið 2016 hafði Reykjanesbær úthlutað lóðum undir 359 íbúðir og á síðasta ári bættist 541 íbúð við, samkvæmt úttekt  fréttastofu RÚV. Í úttektinni eru lóðarúthlutanir bornar saman við úthlutanir á höfuðborgarsvæðinu og þar kemur fram að Reykjavík hafi á sama tímabili úthlutað lóðum undir rúmlega 2.000 íbúðir,  Kópavogur undir rúmlega 400 og Hafnarfjörður hafði úthlutað lóðum undir 395 íbúðir.

Heimild: Sudurnes.net