Home Fréttir Í fréttum Þétting byggðar ekki tímafrekari heldur en á óbyggðu landi í úthverfum

Þétting byggðar ekki tímafrekari heldur en á óbyggðu landi í úthverfum

106
0
Mynd: Reykjavik.is

Greining byggingafulltrúa leiðir í ljós að meðalbyggingartími í úthverfum hefur verið meiri en á þéttingarreitum Reykjavíkur.

<>

Hraðar gengur að byggja á þéttingarreitum í Reykjavík heldur en á óbyggðu landi í úthverfum. Þetta kemur fram í greiningu byggingafulltrúa í minnisblaði sem lagt var fram í borgarráði í vikunni.

Í greiningu byggingafulltrúans var einkum horft á byggingarhraða að fokheldi byggingar. Ef eingöngu var litið til uppbyggingu fjölbýlis var meðalbyggingartími að fokheldi á þéttingarsvæðum 1,6 ár en 1,7 ár á byggingarsvæðum í úthverfum. Lögð voru til grundvallar 93 verkefni. Ef horft er á öll byggingarverkefnin sem voru til skoðunar, alls 157, bæði fjölbýli og sérbýli, var meðalbyggingartíminn 1,7 ár í úthverfum en 1,5 á þéttingarreitum.

Ástæðan fyrir því að hraðar gengur að byggja á þéttingarreitum er sögð sú að oft eru stórir og öflugir verktakar að verki, auk þess sem vel gengur að fjármagna og selja íbúðarhúsnæði á þéttingarreitum sem hvetur til hraðari uppbyggingar.

„Mér finnst mikilvægt að fá þessar upplýsingar upp á borðið enda heyrir maður oft í fjölmiðlum að þétting byggðar sé tímafrekari. Þá vitum við það!“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í vikubréfi.

Heimild: Vb.is