Home Fréttir Í fréttum Samþykkja byggingaráform undir mjaldra í Vestmannaeyjum

Samþykkja byggingaráform undir mjaldra í Vestmannaeyjum

751
0
Mjald­ur er smá­vax­inn hval­ur sem ekki verður nema 1.000-1.200 kg. Ljós­mynd/​Greg Hume

Umsókn um byggingarleyfi á Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Lögð var fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á jarðhæð.

<>

Bragi Magnússon fh. The Beluga Building Company ehf. sótti um leyfi fyrir 700 fm viðbyggingu á tveimur hæðum og breyttri notkun á jarðhæð úr geymslurými í sýningarsal. Fyrirhugðu notkun er sýning og umönnun sjávardýra ásamt rannsóknum.

Ráðið samþykkti byggingaráform lóðarhafa og fól byggingarfulltrúa framgang erindis, að því er segir í bókun ráðsins.

Heimild: Eyjar.net

Hér má sjá teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum.