Home Fréttir Í fréttum „Kran­ar eru ekki flösku­háls­inn“

„Kran­ar eru ekki flösku­háls­inn“

245
0

Stjórn­end­ur fyr­ir­tækja sem ým­ist leigja út eða selja bygg­ing­ar­krana taka ekki und­ir með Degi B. Eggerts­syni um að hægt væri að tvö­falda kraft­inn í upp­bygg­ingu ef nógu mikið væri til af krön­um.

<>

Borg­ar­stjóri van­telji kran­ana
Dag­ur lét um­mæl­in falla í kvöld­frétt­um RÚV í gær: „Áhyggj­ur okk­ar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stór­um og öfl­ug­um verk­tök­um til að tak­ast á við öll þessi verk­efni […] Það væri hægt að tvö­falda kraft­inn ef það væri nógu mikið af krön­um og mann­skap til þess að gera það,“ sagði Dag­ur.

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að þetta væri af og frá. „Í sam­töl­um okk­ar við verk­taka kem­ur í ljós að þau um­mæli borg­ar­stjóra að það vanti krana og mann­skap til að byggja meira stand­ast ekki skoðun.“

Blaðamaður mbl.is hafði sam­band við þrjá stjórn­end­ur hjá fyr­ir­tækj­um sem selja eða leigja út bygg­ing­ar­krana.

Flytja inn í takt við þörf
„Það er nóg til af bygg­ing­ar­krön­um og ef það vant­ar krana er eng­inn vandi að fá fleiri. Það sem vant­ar er nóg af lóðum til að byggja og helst á ný­bygg­ing­ar­svæðum,“ sagði einn stjórn­end­anna. „Menn flytja inn krana þegar það er þörf fyr­ir þá en ekki bara til að eiga þá á lag­er sér til skemmt­un­ar. Þetta eru dýr tæki.“

Ann­ar þeirra tók í sama streng og sagði að fram­boð á krön­um væri ekki tak­mark­andi þátt­ur í upp­bygg­ingu í borg­inni.

„Við erum með áætlan­ir um það hversu marga krana við fáum til lands­ins eft­ir því hvernig við telj­um að markaður­inn þró­ist. Kran­ar eru ekki flösku­háls­inn, það er al­veg ljóst,“ sagði hann og bætti við að krön­um ætti eft­ir að fjölga með eðli­leg­um hætti næstu þrjú árin.

Auk­in eft­ir­spurn á lands­byggðinni
Sá þriðji sagði að fram­boð á stór­um krön­um svalaði eft­ir­spurn­inni sem væri sára­lít­il. „Þessi stóru verk­efni eru til­tölu­lega nýtil­kom­in. Markaður­inn hér hef­ur snú­ist um að byggja lægri hús.“

Hann nefndi einnig að spurn eft­ir bygg­ing­ar­krön­um hefði auk­ist um­tals­vert úti á landi, sér­stak­lega á Suður­landi. Hann merkti hins veg­ar ekki svo mikla aukn­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Heimild: Mbl.is