Home Fréttir Í fréttum Íslendingar duglegir við að borga niður skuldir

Íslendingar duglegir við að borga niður skuldir

72
0

Íslendingar eru mun duglegri við að greiða niður skuldir sínar en nágrannar þeirra á Norðurlöndum. Skuldir íslenskra heimila hafa lækkað um 35 prósent í hlutfalli af landsframleiðslu.

<>

Vakin er athygli á þessu í fréttaútgáfu hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að skuldir heimila hafi aukist mjög í kringum fjármálakreppuna og var aukningin hér „ekki úr korti“ miðað við aðrar þjóðir, svo sem Írland og Danmörku.

Um mitt ár 2009 voru skuldir íslenskra heimila rúmlega 126 prósent af vergri landsframleiðslu, en þá var hlutfallið mun hærra í Danmörku, svipað á Írlandi og mun lægra í Noregi og Svíþjóð. Síðan þá hefur skuldahlutfallið lækkað mikið hér og á Írlandi, staðið í stað í Danmörku en hækkað áfram í Noregi og Svíþjóð.

Skuldir íslenskra heimila hafa lækkað um 35 prósentur í hlutfalli við landsframleiðslu og hefur þróunin verið svipuð á Írlandi.

Heimild: Eyjan.is