Home Fréttir Í fréttum Starfsfólki Iðnskólans boðin störf í nýja Tækniskólanum

Starfsfólki Iðnskólans boðin störf í nýja Tækniskólanum

89
0
Iðnskólinn í Hafnarfirði

Stjórn Tækniskólans hefur ákveðið að bjóða öllum fastráðnum starfsmönnum Iðnskólans í Hafnarfirði störf við Tækniskólann þegar skólarnir sameinast. Greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórninni.

<>

Í tilkynningunni segir að starfstengd réttindi starfsmannanna muni haldast óbreytt. Tækniskólinn muni áfram reka skóla í núverandi húsnæði Iðnskólans og þeim húsum sem hann hefur til afnota. Námsframboð verði að mestu óbreytt fyrst um sinn en síðan verði skoðað í samráði stjórnenda og starfsfólks með hvaða hætti námi verði best fyrirkomið.

„Stjórn Tækniskólans telur, í ljósi fækkunar nemenda í framhaldsskólunum almennt og þar af leiðandi þrengri fjárhags, að skólarnir standi betur að vígi sameinaðir til að efla starfs‐ og iðnnám en hvor í sínu lagi eins og verið hefur,” segir í tilkynningunni. „Sameinaðir geti skólarnir boðið nemendum sínum breiðara nám með fleiri valkostum og þannig stuðlað að eftirsóttara og öflugra námi.“

Óvissa hefur ríkt meðal undanfarið vegna sameiningunnar og komu kennarar, nemendur og starfsfólk Iðnskólans í Hafnarfirði saman í síðustu viku til að mótmæla henni. Kennarasamband Íslands krafðist þess þá að öllum þeim starfsmönnum sem sagt yrði upp vegna skipulagsbreytinganna yrði boðið starf við nýja skólann.

Heimild: Vísir.is