Stærsta framkvæmdaár í sögu Reykjavíkurborgar er framundan að sögn Dags B. Eggertssonar sem ræddi framkvæmdaáætlun borgarinnar á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að borgarsjóður fjárfesti í innviðum fyrir 18 milljarða og á næstu fimm árum mun borgin fjárfesta í innviðum fyrir 70 milljarða. Á heildina litið fjárfestir borgarsamstæðan fyrir 49,9 milljarða á árinu og alls 226 milljarða á næstu fimm árum.
Fjárfestingar borgarsjóð á árinu skiptast þannig að 8 milljörðum verður varið í fasteignir, öðrum 8 milljörðum í gatna og umhverfisfjárfestingar og 2 milljörðum í aðrar fjárfestingar.
Stærstu fasteignaverkefni ársins eru á skóla- og frístundasviði og þar á eftir kemur íþrótta- og tómstundasvið.
Heimild: Mbl.is