Home Fréttir Í fréttum Stærsta fram­kvæmda­árið framund­an hjá Reykja­vík­ur­borg­

Stærsta fram­kvæmda­árið framund­an hjá Reykja­vík­ur­borg­

47
0
Dag­ur B. Eggerts­son (fyr­ir miðju) á fundi Sam­taka iðnaðar­ins í dag. Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Stærsta fram­kvæmda­ár í sögu Reykja­vík­ur­borg­ar er framund­an að sögn Dags B. Eggerts­son­ar sem ræddi fram­kvæmda­áætl­un borg­ar­inn­ar á útboðsþingi Sam­taka iðnaðar­ins í dag.

<>

Á þessu ári er gert ráð fyr­ir að borg­ar­sjóður fjár­festi í innviðum fyr­ir 18 millj­arða og á næstu fimm árum mun borg­in fjár­festa í innviðum fyr­ir 70 millj­arða. Á heild­ina litið fjár­fest­ir borg­ar­sam­stæðan fyr­ir 49,9 millj­arða á ár­inu og alls 226 millj­arða á næstu fimm árum.

Fjár­fest­ing­ar borg­ar­sjóð á ár­inu skipt­ast þannig að 8 millj­örðum verður varið í fast­eign­ir, öðrum 8 millj­örðum í gatna og um­hverf­is­fjár­fest­ing­ar og 2 millj­örðum í aðrar fjár­fest­ing­ar.

Stærstu fast­eigna­verk­efni árs­ins eru á skóla- og frí­stunda­sviði og þar á eft­ir kem­ur íþrótta- og tóm­stunda­svið.

Heimild: Mbl.is