Vesturbyggð óskar eftir að áhugasamir aðilar gefi einingarverð í eftirfarandi vinnuþætti vegna fyrirhugaðrar vinnu við lagningu ljósleiðara á Barðaströnd, frá Holti að Brjánslæk, á árinu 2018.
Verkið felst í plægingu stofni ljósleiðara, plæging á heimtaugum, frágangur í brunnum, splæsing ljósleiðara og tenging við símstöð.
Helstu magntölur:
Heildarplæging á stofni 30 km. Plæging á heimtaugum 11 km. 20 stk brunnar.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á gerdur@vesturbyggd.is
Skila á gögnum á skrifstofu Vesturbyggðar fyrir klukkan 11:00 föstudaginn 2. febrúar 2018 merktum „ljósleiðaralögn á Barðaströnd 2018“ eða í tölvupósti á netfangið gerdur@vesturbyggd.is
Heimild: Vesturbyggð