Home Fréttir Í fréttum Fresta framkvæmdum við stækkun íþróttamannvirkja vegna sprungu

Fresta framkvæmdum við stækkun íþróttamannvirkja vegna sprungu

73
0
Mynd: Grindavík.is

Bæjarráð Grindavíkur hefur ákveðið að fresta útboði og þar með framkvæmdum við stækkun íþróttamannvirkja um mánuð, en fyrirhugað var að framkvæmdir hæfust um miðjan febrúar. Um er að ræða rúmlega 2.000 fermetra stækkun sem mun rísa norðan megin við núverandi íþróttahús.

<>

Á fundi ráðsins greindi sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs frá því að upp væri komin ný staða þar sem í ljós hafi komið að sprunga væri undir byggingarreit hússins. Útboð og framkvæmdir munu því frestast á meðan verið er að breyta burðarvirki hússins og mun opnun tilboða og verktíma verða frestað um mánuð.

Heimild: Sudurnes.net