Home Fréttir Í fréttum Afhending verktaka á kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur

Afhending verktaka á kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur

164
0
Mynd: vísir/jói k

Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. Gangsetningu hennar mun því seinka um tvær vikur til viðbótar en samkvæmt verksamningi átti að afhenda kísilverið um miðjan síðasta mánuð.

<>

„Við fáum hana afhenta í skrefum og fyrsta áfangann í enda fyrstu viku febrúar. Það þýðir ekki að við setjum verksmiðjuna í gang heldur gerum við það þegar allt er orðið eins og við viljum. Við ætlum að gera þetta vel og mánuðurinn á dagatalinu skiptir þar ekki öllu máli. En ég vona innilega að það verði ekki mars,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC BakkiSilicon hf.

Hafsteinn segir þýska fyrirtækið SMS Siemag, hafa frest til 7. febrúar samkvæmt samningnum. Hann ítrekar að kísilverið verði ekki gangsett fyrr en búið verði að prófa allan búnað.

„Við munum fara yfir framleiðsluferlið á kísli á íbúafundinum á fimmtudaginn og skýra hvernig staðið verður að öryggis- og umhverfis­málum, segja frá áhrifum verksmiðjunnar á lýðheilsu og hvað íbúar gætu orðið varir við fyrstu dagana þegar verksmiðjan verður keyrð í gang,“ segir Hafsteinn en fyrirtækið heldur íbúafund á Fosshóteli Húsavík klukkan 17.00.

Heimld: Visir.is