Home Fréttir Í fréttum Kostnaðar- og þarfagreining á 50 metra innisundlaug á Akureyri

Kostnaðar- og þarfagreining á 50 metra innisundlaug á Akureyri

178
0
Mynd: Kaffid.is

Á fundi frístundaráðs Akureyrarbæjar 25. janúar var samþykkt að mynda þriggja manna vinnuhóp til þess að hefja kostnaðar- og þarfagreiningu á 50 metra innisundlaug.

<>

Gert er ráð fyrir greiningunni í starfsáætlun ráðsins fyrir árið 2018. Ráðið felur deildarstjóra íþróttamála að leiða vinnuna. Samþykkt var að skipa Arnar Þór Jóhannesson sem fulltrúa ráðsins í vinnuhópnum.

Í tilkynningu frá Sundfélaginu Óðni er ákvörðun frístundaráðs fagnað. Þar segir að slíkt mannvirki myndi hafa gríðarmikla þýðingu fyrir starfsemi félagsins sem og grunnskóla bæjarins og almenning.

„Við berum því von í brjósti að iðkendur félagsins þurfi ekki að æfa mörg ár í viðbót í snjókomu og frosti,“ segir í tilkynningunni.

Heimild: Kaffid.is