Lagðir verða 43 kílómetrar af malbiki næsta sumar og hljóðar kostnaðaráætlun fyrir malbiksframkvæmdir á þessu ári upp á tæpa tvo milljarða króna. Aldrei hefur verið malbikað jafn mikið í borginni á einu ári, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir 2018 á fundi sínum í morgun.
Um er að ræða bæði malbikun yfirlaga sem og endurnýjun með fræsingu og malbikun. Lagt er til að 43 kílómetrar af götum borgarinnar verði malbikaðir sem er algjört met í malbikun á einu ári. Það eru um 10% af heildarlengd gatnakerfisins í Reykjavík. Kostnaðaráætlun fyrir malbikun yfirlaga er 1.740 mkr en að auki verður unnið við malbiksviðgerðir og er kostnaður við þær áætlaður 237 mkr.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir framkvæmdirnar í ár vera hluti af átaki í malbikun sem var sett af stað árið 2016. „Árið 2017 var metár í malbikun en árið 2018 verður ennþá stærra. Við erum við að fara að malbika yfir 10% af gatnakerfinu í heild í öllum hverfum borgarinnar sem ég er mjög ánægður með. Í fyrra fórum við í 30 km og í ár í 43 km þannig að þetta átak er einstakt í sögu borgarinnar að þessu leiti. Þau verkefni sem Vegagerðin fer í bætast svo við þessar tölur en Vegagerðin er þátttakandi í malbiksátakinu.“
Framkvæmdir ársins 2018 eru í samræmi við áætlun um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkurborgar til næstu fimm ára. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018-2022 er gert ráð fyrir rúmum sex milljörðum króna til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða.
Áhersla verður lögð á umferðarmiklar götur með hátt þjónustustig. Að auki verður endurnýjað malbik á götum þar sem framkvæmdir við endurnýjun gatna fara fram einkum í miðborginni.
Götur og götukaflar sem eru í forgangi 2018 eru:
Aflagrandi, Arnarbakki, Austurgerði, Álfabakki, Álfaborgir, Álfheimar, Álftahólar, Álftamýri, Árkvörn, Ármúli,, Ásasel, Ásendi, Ásgarður, Bakkastaðir, Bakkastígur, Baldursgata, Bankastræti, Básbryggja, Básendi, Birtingakvísl, Bitruháls, Bíldshöfði, Bjargarstígur, Bláskógar, Bleikjukvísl, Blikahólar, Borgargerði, Borgartún, Borgavegur/Gullengi, Bókhlöðustígur, Bólstaðarhlíð, Bragagata, Breiðhöfði, Brekkugerði, Brekkulækur, Bræðraborgarstígur, Bústaðavegur, Bæjarbraut, Bæjarháls, Drekavogur, Dúfnahólar, Dverghamrar, Efstaleiti, Engjateigur, Esjugrund, Eskihlíð, Eskitorg, Fannafold, Faxafen, Fellsmúli, Fjarðarás, Fjörutún, Flúðasel, Flyðrugrandi, Fornistekkur, Fossvogsvegur, Frakkastígur, Fríkirkjuvegur, Frostafold, Funafold, Furumelur, Gaukshólar, Gerðhamrar, Grensásvegur, Grundarhús, Grænlandsleið, Guðrúnargata, Gullengi,, Haðarstígur, Hagamelur, Hamrastekkur, Hamravík, Háahlíð, Háaleitisbraut, Heiðargerði, Heiðarsel, Helgugrund, Hesthúsavegur, Hlemmur, Holtavegur, Hólaberg, Hólavallagata, Hraunbær, Hvammsgerði, Hvassaleiti, Hverfisgata, Höfðabakki, Jöklasel, Jökulgrunn, Jörfabakki, Jörfagrund, Kambsvegur, Kapellutorg, Kaplaskjólsvegur, Katrínartún, Kleppsvegur, Klukkurimi, Klyfjasel, Kringlan, Kvisthagi, Langagerði, Langholtsvegur, Langirimi, Laufásvegur, Laugavegur, Laxakvísl, Lágmúli, Leiðhamrar, Listabraut, Litlagerði, Litlahlíð, Lokinhamrar, Lækjargata, Malarsel, Melbær, Miðhús, Miklabr/Kringlan N-Rampi, Miklabr/Kringlan Sa-Rampi, Nauthólsvegur, Neðstaleiti, Njarðargata,, Njálsgata, Norðurás, Norðurfell, Nóatún, Núpabakki, Nönnufell, Rafstöðvarvegur, Rauðagerði, Rauðarárstígur, Reykjanesbr/Breiðholtsbr,, Reykjavegur, Réttarsel, Rofabær, Rósarimi, Salthamrar, Sauðás, Seiðakvísl, Seljabraut, Selmúli, Sigluvogur, Síðusel, Skálholtsstígur, Skeiðarvogur, Skeifan, Skildingatangi, Skipholt, Skothúsvegur, Skógargerði, Skógarsel, Skriðusel, Sléttuvegur, Smárarimi, Smyrilshólar, Smyrilsvegur, Snorrabraut, Sogavegur, Sólheimar, Sóltorg, Sólvallagata, Spítalastígur, Stekkjarbakki, Stigahlíð, Stjörnugróf, Stokkasel, Strandvegur, Straumur, Stuðlasel, Suðurgata, Suðurlandsbraut, Sundlaugavegur, Súðarvogur, Súluhólar, Sæmundargata, Tryggvagata, Tungusel, Tunguvegur, Túngata, Ugluhólar, Urriðakvísl, Vagnhöfði, Vallarás, Vallarhús, Vallengi, Valshólar, Varmahlíð, Vatnsmýrarvegur, Vatnsveituvegur, Veðurstofuvegur, Veghús, Vegmúli, Veiðimannavegur, Vesturás, Vesturberg, Vesturberg, Vesturfold, Vesturlandsv./Grjótháls, Vesturlandsv./Víkurvegur, Viðarás, Viðarhöfði, Viðarrimi, Viðarrimi, Víðihlíð, Víðimelur, Víkurbakki, Víkurvegur, Vínlandsleið, Vonarstræti, Völundarhús, Þingás, Þorragata, Þrándarsel, Þúfusel, Þverársel, Þverás.
Listinn getur breyst eftir því hvernig göturnar koma undan vetri og eftir ástandsskoðun næsta vor.
Heimild: Eyjan.is