Home Fréttir Í fréttum Óraun­hæft að leggja all­ar lín­ur í jörð

Óraun­hæft að leggja all­ar lín­ur í jörð

99
0
Mynd: mbl.is/​​Hari

„Í þess­ari skýrslu er hvergi sagt að hægt sé að leggja all­ar þess­ar lín­ur í jörð. Það er ein­fald­lega bara gert og út­reikn­ing­ar miða við að það sé gert, en það er eng­an veg­inn raun­hæft,“ seg­ir Magni Þór Páls­son, verk­efna­stjóri rann­sókna hjá Landsneti, um nýja skýrslu sem fjall­ar um leiðir til þess að styrkja raf­orku­flutn­ings­kerfið á Vest­fjörðum.

<>

Í skýrsl­unni, sem unn­in var fyr­ir Land­vernd af kanadíska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu METSCO Energy Soluti­ons og iðnaðarráðherra veitt form­lega mót­töku í gær, kem­ur fram að tí­falda megi raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum með því að setja hluta Vest­ur­línu og fleiri lín­ur á sunn­an­verðum Vest­fjörðum í jörð.

Landsnet sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í dag þar sem seg­ir að tækni­leg­ar hindr­an­ir komi í veg fyr­ir að hægt sé að leggja all­ar lín­ur í jörð. Ólík­ur styrk­ur flutn­ings­kerf­is­ins milli landsvæða leiði til þess að svig­rúm til jarðstrengslagna sé mis­mun­andi. Þar sem kerfið er sterkt sé meira rými til jarðstrengslagna held­ur en þar sem styrk­ur­inn er lít­ill – og styrk­ur kerf­is­ins á Vest­fjörðum sé hvað veik­ast­ur.

Þá seg­ir að skýrsl­an fjalli ekk­ert um þessa tak­mörk­un á lengd jarðstrengja held­ur geri skýrslu­höf­und­ar ráð fyr­ir að hægt sé að leggja jarðstrengi á alla Vest­f­irði. Það sé óraun­hæft og staðreynd­in sé sú að ein­ung­is sé hægt að leggja hluta kerf­is­ins í jörð.

Því séu full­yrðing­ar um að hægt sé að tí­falda af­hend­ingarör­yggi raf­orku á Vest­fjörðum með jarðstrengj­um vill­andi.

Í til­kynn­ingu Landsnets seg­ir enn frem­ur að öll umræða um styrk­ingu á kerf­inu sé af hinu góða, en að mik­il­vægt sé að hún bygg­ist á rétt­um for­send­um. Landsnet hvet­ur stjórn­völd til að gera sjálf­stæða út­tekt á niður­stöðum skýrsl­unn­ar.

Mun­ur á jarðstrengj­um og loftlín­um

„Málið er það að jarðstreng­ir eru þannig upp­byggðir að þegar það er sett á þá spenna, þá mynd­ast í þeim svo­kallað launafl. Jarðstreng­ur­inn er byggður upp allt öðru­vísi en loftlína. Hann fram­leiðir þar af leiðandi tutt­ugu til þrjá­tíu sinn­um meira launafl held­ur en sam­bæri­leg loftlína,“ seg­ir Magni Þór.

„Afl í svona riðstraumskerfi er tvenns kon­ar, ann­ars veg­ar er það raunafl, sá hluti afls­ins sem skil­ar vinn­unni, knýr tæk­in og lýs­ir upp hjá okk­ur hús­in og allt það. Síðan er það þetta svo­kallaða launafl, sem er dá­lítið erfitt að út­skýra hvað er, en það er afl sem skil­ar engri vinnu.“

Landsnet telur óraunhæft að setja nema takmarkaðan hluta raflína á ...
Landsnet tel­ur óraun­hæft að setja nema tak­markaðan hluta raflína á Vest­fjörðum í jörð. mbl.is/​Ein­ar Falur

Magni Þór seg­ir launaflið sveifl­ast fram og til baka í kerf­inu, sem sé að sumu leyti nauðsyn­legt, því það viðhaldi seg­ul­mögn­un í raf­orku­kerf­inu. En það sé ekki aðal­atriðið – held­ur sé það að átta sig á því að launaflið í jarðstrengj­un­um hafi tak­mark­andi áhrif á það hvernig og hvar hægt sé að leggja lín­ur í jörð.

Launaflið sé eins og froðan á jóla­öl­inu

Þetta launafl þarf ein­hvern veg­inn að kom­ast fyr­ir í kerf­inu. Magni tek­ur dæmi.

„Nú eru jól­in nýliðin og þú get­ur hugsað um það þegar þú ert að blanda malti og app­el­síni í glas. Launaflið er þá froðan sem mynd­ast – hún tek­ur pláss í glas­inu en skil­ar þér ekki neinu. Svo get­ur froðan líka flætt upp úr – og þá er launaflið orðið of mikið til þess að kerfið, sem þú ert að leggja streng­inn í, ráði við að „gleypa“ launaflið.“

Það sem stýr­ir því síðan hversu vel kerfið ræður við um­fram-launaflið, er styrk­ur þess, en styrk­ur raf­orku­kerf­is­ins er mest­ur á suðvest­ur­horn­inu, þar sem eru marg­ar stór­ar virkj­an­ir og all­ir tengipunkt­ar eru tengd­ir sam­an með til­tölu­lega mörg­um sterk­um flutn­ings­lín­um.

„Þá töl­um við um að kerfið hérna sé nokkuð vel „möskvað“ – með fleiri en eina tengi­leið á milli punkt­anna í kerf­inu.“

Kerfið á Vest­fjörðum afar veikt

Úti á landi séu lín­ur hins veg­ar víða lang­ar og veik­ar – og langt á milli virkj­un­ar­ein­inga. Það leiði til þess að minna svig­rúm sé til lagn­ing­ar jarðstrengja.

„Á Vest­fjörðum er styrk­ur­inn brot af því sem hann er hér. Það er sam­spil þessa launafls í strengn­um og styrks kerf­is­ins sem er tak­mark­andi þátt­ur. Sú stærð sem við horf­um svo­lítið á er hlut­fall launafls­mynd­un­ar strengs gagn­vart styrk kerf­is­ins á viðkom­andi stað,“ seg­ir Magni, en launafls­mynd­un jarðstrengja er meiri eft­ir því sem streng­irn­ir eru lengri.

Patreksfjörður. Flutningskerfi raforku á Vestfjörðum er mjög veikt.
Pat­reks­fjörður. Flutn­ings­kerfi raf­orku á Vest­fjörðum er mjög veikt. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Þegar jarðstreng­ir fram­leiða mikið launafl get­ur það haft áhrif á rekst­ur kerf­is­ins og valdið spennusveifl­um.

Þetta seg­ir Landsnet að hafi komið í ljós eft­ir að 12 kíló­metra lang­ur streng­ur var lagður í Bol­ung­ar­vík­ur­göng fyr­ir nokkr­um árum, en við rekst­ur á þeim jarðstreng hafi reynt á þol­mörk kerf­is­ins.

„Skyndi­legt spennu­högg get­ur eyðilagt búnað og valdið því að varn­ar­búnaður í flutn­ings­kerf­inu, sem hef­ur það hlut­verkt að verja kerfið í trufl­un­um, geti farið að hegða sér óæski­lega,“ seg­ir Magni og bæt­ir því við að Landsnet sé með verk­efni í gangi sem miði að því að bæta hring­teng­ing­ar í flutn­ings­kerf­inu inn­an Vest­fjarða og bæta þar með af­hend­ingarör­yggið hjá not­end­um.

Heimild: Mbl.is