Home Fréttir Í fréttum Sílóin á Akranesi falla með „gamla laginu“ í „Sementinu“

Sílóin á Akranesi falla með „gamla laginu“ í „Sementinu“

251
0
Mynd: Skagafrettir.is

Á undanförnum dögum hefur verktakafyrirtækið Work North ehf. beitt „hefðbundinni“ aðferð við niðurrif á fjórum sílóum í Sementsverksmiðjunni. Tvívegis var sprengiefni eða dínamít notað til þess að fella sílóin fjögur.

<>

Þær tilraunir tókust ekki og sagði Þórarinn Auðunn Pétursson að það væri fullreynt og næst yrði hafist við að fella mannvirkin með vélum.

Eins og sjá má í þessu myndbandi sem tekið var síðdegis í dag eru tveir af turnunum fallnir og verkið var langt komið.

Margir íbúar Akraness hafa lagt leið sína á Suðurgötuna á undanförnum dögum til þess að fylgjast með gangi mála í verkinu.

Í dag var þar staddur einn af þeim sem voru í fremstu röð þegar Sementsverksmiðjan var byggð, – Alfreð Viktorsson, og hafði hann frá mörgu að segja við útsendara Skagafrétta.

Heimild: Skagafrettir.is