Home Fréttir Í fréttum Vill byggja fimm hæða blokk á Hvammstanga

Vill byggja fimm hæða blokk á Hvammstanga

227
0

Engilbert Runólfsson verktaki mun kynna hugmyndir sínar um byggingu fimm hæða 20 íbúða húss að Höfðabraut 28 á Hvammstanga á íbúafundi sem boðaður hefur verið nk. mánudag 15. janúar í félagsheimili staðarins.

<>

Auk kynningar Engilberts mun Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingur hjá Landmótun sf. kynna deiliskipulagstillögu hafnarsvæðisins á Hvammstanga sem mun vera aðalviðfangsefni fundarins. Þeir Óskar og Engilbert sitja svo fyrir svörum ásamt fulltrúa sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa.

Skipulagslýsingu má finna HÉR

Þrívíddarmyndir af mögulegu fjölbýlishúsi við Höfðabraut

Myndvinnsla: Ask arkitekar
Myndvinnsla: Ask arkitekar

Heimild: Feykir.is