Home Fréttir Í fréttum Tillögur vegna gömlu sundhallarinnar ræddar í kvöld

Tillögur vegna gömlu sundhallarinnar ræddar í kvöld

161
0
.Mynd: Vísir/Eyþór/Já.is

Tillögur vegna breytinga á deiliskipulagi við Framnesveg 11 verða ræddar á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í kvöld, en um er að ræða lóðina sem gamla sundhöllin stendur á. Óskað var eftir athugasemdum við breytingarnar og rann skilafrestur út í gær.

<>

Í tillögunum er gert ráð fyrir að núverandi lóð Framnesvegur 11 stækki yfir á Framnesveg 9 og Básveg 11 og að gamla sundhöllin muni víkja fyrir þremur 5 hæða fjölbýlishúsum, með allt að 87 íbúðum.

Tillögurnar hafa vakið töluverða athygli eftir að Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði í viðtölum við fjölmiðla að yrði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það „óafturkræft stórslys.“ Töluverðar umræður sköpuðust um málið í lokuðum hópi íbúa Reykjanesbæjar á Facebook og er óhætt að segja að skiptar skoðanir séu um hvort varðveita eigi húsið.

Ekki fengust upplýsingar um hvort og þá hversu margar athugasemdir bárust Reykjanesbæ vegna málsins fyrir birtingu fréttarinnar, en skilafrestur athugasemda rann út í gær.

Heimild: Sudurnes.net