Home Fréttir Í fréttum Hvernig gat Skipulagsstofnun samþykkt slíka verksmiðju án umhverfismats?

Hvernig gat Skipulagsstofnun samþykkt slíka verksmiðju án umhverfismats?

97
0
Skúli Mogensen

„Hvernig í ósköpunum getur skipulagsstofnun samþykkt slíka verksmiðju án umhverfismats? Stjórnmálamenn keppast við að niðurgreiða orku, tryggingargjöld og ekki síst alla aðstöðu en þeir fá úthlutaða lóð á stærð við 15 fótboltavelli án umhverfismats og fyrir hvað? 400 störf?“

<>

Þetta segir Skúli Mogensen, eigandi flugfélagsins Wow Air og íbúi í Kjósinni, en hann er ósáttur eins og ýmsir fleiri íbúar við Hvalfjörðinn yfir áformum um stórverksmiðju Silicor Materials á hafnarsvæðinu við Grundartanga. Skrifað var undir samninga þess efnis á dögunum.

Skúli fjallar um málið á fésbókarsíðu sinni og segir:

„Ætlum við að selja Hvalfjörðinn fyrir 400 störf? Ferðaþjónustan hefur skapað yfir 4000 störf frá hruni og Hvalfjörðurinn er ein helsta náttúruperlan í grennd við Reykjavík sem býður upp á margvísleg tækifæri í ferðaþjónustu, landbúnaði og útivist öllum til góða. Löngu tímabært að við vöknum til lífsins yfir þeim raunverulegu auðæfum sem Ísland hefur að geyma og ræktum landið okkar til framtíðar.“

Heimild: Eyjan.is