Home Fréttir Í fréttum Kaup­ir heila blokk á 800 millj­ón­ir í Jaðarleiti

Kaup­ir heila blokk á 800 millj­ón­ir í Jaðarleiti

389
0
Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fé­lag í eigu Pét­urs Stef­áns­son­ar, fjár­fest­is í Lúx­em­borg, hef­ur keypt heilt fjöl­býl­is­hús í Jaðarleiti. Það er ný gata sunn­an við Útvarps­húsið í Efsta­leiti í Reykja­vík. Fé­lagið borgaði um 800 millj­ón­ir fyr­ir húsið. Þar verða sam­tals 18 lúxus­í­búðir.

<>

Kaup fé­lags­ins, C4 ehf., eiga þátt í að seld­ar hafa verið 47 af 71 íbúð í Jaðarleiti 2-8. Verð óseldra íbúða er allt að 100 millj­ón­ir, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Fé­lagið Skuggi bygg­ir íbúðirn­ar í Jaðarleiti. Þær eru í fjór­um fimm hæða fjöl­býl­is­hús­um. Fram hef­ur komið að Skuggi keypti lóðir und­ir alls 361 íbúð á svæði RÚV á 2,2 millj­arða, eða um sex millj­ón­ir á íbúð.

Heimild: Mbl.is