Home Fréttir Í fréttum Vilja fjármagn í tvöföldun Reykjanesbrautar

Vilja fjármagn í tvöföldun Reykjanesbrautar

52
0
Það er óskiljanlegt að tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurveig sé ekki kláruð strax, segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld hafa sent þingmönnum kjördæmisins og samgönguráðherra bréf þar sem skorað er á þá að tryggja fjármagn í brautina.

Á íbúafundi sem haldinn var í Hafnarfirði fyrir tveimur mánuðum var samþykkt ályktun þess efnis að tryggja þyrfti að framkvæmdir við tvöföldum Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg hefjist á næsta ári, sem og við gatnamótin frá Kaplakrika að Lækjargötu.

<>

Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í þessar framkvæmdir í fjárlagafrumvarpi næsta árs og því hefur Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri sent samgönguráðherra og þingmönnum suðvesturkjördæmis bréf þar sem skorað er á þá að tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar.

Haraldur bendir á að þarna sé þjóðvegur með einni akrein í hvora átt, auk þess sem mikil uppbygging sé nú á Völlunum, bæði í íbúðum og fyrirtækjum. „Stór hluti þeirra sem vinnur þarna kemur af höfuðborgarsvæðinu. Íbúum hefur líka verið að fjölga mikið og til viðbótar kemur öll umferðin af Suðurnesjum og Keflavíkurflugvelli. Þannig að þarna er umferð að aukast verulega milli ára og maður bara skilur ekki af hverju menn taka ekki á þessu.“

Haraldur segir að þarna séu þegar verulegar tafir, og tíð slys. „Reynslan er sú að þegar komin er tvöföldun á svona vegum dregur umtalsvert úr slysum. Það eru alvarlegustu afleiðingarnar af því að vera með þennan veg eins og hann er.“

Heimild: Ruv.is