Home Fréttir Í fréttum Byggja nýtt íþróttahús í Grindavík

Byggja nýtt íþróttahús í Grindavík

217
0

Grindavíkurbær stefnir að því að taka í notkun nýtt íþróttahús snemma árs 2019. Þetta segir Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs bæjarins. Undirbúningur hefur staðið yfir í þrjú ár en Batteríið arkitektar hefur nú lokið við að hanna húsið. Á næstu dögum verður verkið boðið út. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist sem fyrst á nýju ári.

<>

Ármann segir að um verði að ræða rúmlega tvö þúsund fermetra hús sem samanstendur af bardagasal, klefum og íþróttasal. Ármann segir að húsið verði töluvert stærra en gamla Röstin. Það rúmi til að mynda tvo körfuboltavelli í fullri stærð.

Rými ætti að verða fyrir umtalsvert fleiri áhorfendur í nýja húsinu en því gamla en Grindavík teflir fram sterku liði í efstu deild karla í körfuknattleik, svo dæmi sé tekið. „Grindavík er mikill íþróttabær og við leggjum mikið upp úr íþróttamenningunni,“ segir hann.

Heimild: Visir.is