Home Fréttir Í fréttum Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

193
0
Lóðin sem Reykja­vík­ur­borg kaup­ir af Faxa­flóa­höfn­um. Án efa verða þetta eft­ir­sótt­ar lóðir. Mynd: mbl.is/​Eggert

Reykja­vík­ur­borg hef­ur gert samn­ing við Faxa­flóa­hafn­ir um kaup á 76 þúsund fer­metra lóð í Sæv­ar­höfða við Elliðaár­vog fyr­ir 1.098 millj­ón­ir króna. Björg­un hef­ur verið með starf­semi á lóðinni í ára­tugi en fyr­ir­tækið mun víkja þaðan.

<>

Þarna mun á næstu árum rísa íbúðarbyggð, að hluta til á land­fyll­ing­um. Verður byggðin vest­asti hluti Bryggju­hverf­is­ins, sem hef­ur verið að byggj­ast hratt upp síðustu miss­er­in. Gert er ráð fyr­ir allt að 850 nýj­um íbúðum auk þjón­ust­u­starf­semi.

Samn­ing­ur­inn var lagður fyr­ir borg­ar­ráð síðastliðinn fimmtu­dag en fer til end­an­legr­ar af­greiðslu í borg­ar­stjórn. Sam­kvæmt hon­um verða greiðslur þrjár, all­ar á ár­inu 2018. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir að tekj­ur vegna lóðasölu komi á móti kaup­um á síðari hluta næsta árs.

Í grein­ar­gerð kem­ur fram að um langt skeið hafi legið fyr­ir að notk­un svæðis­ins sé að breyt­ast frá því að vera hafn­tengd starf­semi yfir í íbúðarbyggð. Fyr­ir ligg­ur ramma­skipu­lag um svæðið og unnið er að lokafrá­gangi deili­skipu­lags fyr­ir aug­lýs­ingu. Um­hverf­is­mat fyr­ir land­fyll­ingu ligg­ur fyr­ir ásamt fram­kvæmda­leyfi og eru fram­kvæmd­ir við fyll­ing­ar­gerðina hafn­ar af hálfu Björg­un­ar sam­kvæmt verk­samn­ingi. Björg­un mun af­henda lóðina í áföng­um og verður síðasti hlut­inn af­hent­ur 1. júní 2019.

Heimild: Mbl.is