Home Fréttir Í fréttum Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

240
0
Svæðið sem um ræðir er í eigu rík­is­ins. Það er við flug­völl­in í Vatns­mýr­inni, skammt frá nú­ver­andi flug­stöð inn­an­lands­flugs. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur aug­lýst til kynn­ing­ar for­sögn að deili­skipu­lagi lóðar við Þjórsár­götu í grennd við flug­völl­inn í Skerjaf­irði. Þarna er áformað að rísi íbúðar­hús.

<>

Reit­ur­inn sem um ræðir mark­ast af Þjórsár­götu, Njarðargötu, Þorra­götu og lóð Þorra­götu 6. Svæðið við Þjórsár­götu til­heyr­ir flug­vall­ar­landi í eigu rík­is­sjóðs.

Árið 1999 var samþykkt deili­skipu­lag fyr­ir Reykja­vík­ur­flug­völl og var þá svæðið við Þjórsár­götu inn­an deili­skipu­lags­ins á flug­vall­ar­geira 4, án þess þó að svæðinu væru gerð sér­stök skil. Áform eru um að nýta svæðið, sem er óbyggt, til íbúðabyggðar í sam­ræmi við aðal­skipu­lag. Þetta er verðmæt lóð á góðum stað.

Reit­ur­inn til­heyr­ir Litla-Skerjaf­irði og er um 1.670 fer­metr­ar að stærð. Að sunn­an­verðu mark­ast reit­ur­inn af Þorra­götu sem ligg­ur milli flug­vall­ar­svæðis og Litla-Skerja­fjarðar.

Vegna ná­lægðar við flug­völl­inn hef­ur ekki verið leyft að byggja há­reist hús á þessu svæði og því er byggðin lág­reist, yf­ir­leitt ekki meira en 2-3 hæðir.

Heimild: Mbl.is