Home Fréttir Í fréttum Hitafundur um gatnamót í Garðabæ

Hitafundur um gatnamót í Garðabæ

57
0
Mynd: RÚV
Fyrirhugaðar endurbætur á Hafnarfjarðarvegi frá Vífilstaðavegi að Lyngási voru kynntar á íbúafundi sem skipulagsnefnd Garðarbæjar ásamt Vegagerðinni stóðu fyrir í kvöld. Til stendur að bæta við akreinum og stækka að- og fráreinar við gatnamótin. Íbúar eru ekki á eitt sáttir um breytingarnar og hörð gagnrýni kom fram á fundinum. Ósáttir íbúar vildu þó ekki veita fréttastofu viðtal að svo búnu. Formaður skipulagsnefndar segir framkvæmdina nauðsynlega.

 

<>

Frestur til að skila inn athugsemdum rennur út í byrjun janúar en til stendur að hefja framkæmdir á næsta ári. Kostnaðurinn við þær er áætlaður um 450-500 milljónir króna. Vegagerðin greiðir framkvæmdina.

Sigurður Guðmundsson er formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.

„Ástandið er skelfilegt fyrir íbúa Garðabæjar að komast til og frá hverfinu og það eru miklar tafir, sérstaklega á morgnanna og seinnipartinn við að komast upp Vífilstaðaveginn.“

Framkvæmdin gengur út á að breikka vegina og stækka gatnamótin svo að umferðarflæðið aukist um allt að helming fá því sem nú er. Með þessu færast göturnar nær byggðinni og við það eru íbúar sem þar búa ósáttir.

„Það er ekkert óeðlilegt að einhverjir íbúar séu ósáttir og ekki síst þeir sem búa nálægt þeirri framkvæmd sem verið er að fara af stað með. Helst af öllu myndum við vilja láta þetta í stokk en við gerum okkur grein fyrir að það er talsverð bið í að af því verði. Þangað til teljum við nauðsynlegt að ráðast í þessa bráðabrigðaframkvæmd.“

Heimild: Ruv.is