Home Fréttir Í fréttum Vant­ar tvö þúsund íbúðir á höfuðborg­ar­svæðið

Vant­ar tvö þúsund íbúðir á höfuðborg­ar­svæðið

41
0
Mynd: Visir.is

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja að í árs­lok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu, að því er fram kem­ur í nýrri grein­ingu frá efna­hags­sviði Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

<>

„Við sjá­um ekki bet­ur en að fram­boðsskort­ur­inn muni fara vax­andi á næstu þrem­ur árum ef miðað er við taln­ingu Sam­taka iðnaðar­ins og áætlaða íbúðaþörf á næstu árum,“ seg­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir, for­stöðumaður efna­hags­sviðs sam­tak­anna, í um­fjöll­un um hús­næðis­skort­inn í Morg­un­blaðinu í dag.

Að mati sam­tak­anna er hús­næðis­vand­inn fyrst og fremst fram­boðsskort­ur. „Það þarf því að grípa til ein­hverra ráða strax til að auka fram­boð íbúða til að unnt sé að mæta væntri íbúðaþörf. Að öðrum kosti mun skort­ur á fram­boði ein­fald­lega áfram ýta und­ir frek­ari hækk­un íbúðaverðs að öðru óbreyttu,“ seg­ir hún

Heimild: Mbl.is