Framlög til samgöngu og fjarskiptamála verða aukin um 2,5 milljarða króna á árinu 2018 samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem kynnt var í dag.
Um 600 milljónum króna verður varið til þriggja framkvæmda við Reykjanesbraut þar sem stefnt er að því að auka á umferðaröryggi auk þess sem verkefnin þrjú eiga að greiða eiga úr umferðartöfum sem skapast á þessum fjölfarnasta þjóðvegi landsins. Þá er stefnt að því að ríflega 8 milljarðar krónar fari til viðhalds vega.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2018 er áætluð 36 milljarðar króna og hækkar um 2,5 milljarða frá gildandi fjárlögum.
Heimild: Sudurnes.net