Home Fréttir Í fréttum Upphaf fasteignafélag semur við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll um smíði 105 nýrra íbúða í...

Upphaf fasteignafélag semur við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll um smíði 105 nýrra íbúða í Mosfellsbæ

570
0
Mynd: Framkvæmdafélagið Arnarhvoll

Upphaf fasteignafélag slhf. hefur samið við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll um byggingu 105 nýrra íbúða við Bjarkarholt í Mosfellsbæ.

<>

Jarðvinna vegna framkvæmdanna hófst í dag en reitnum verða byggð þrjú 4-5.hæða hús sem saman munu mynda hluta af nýjum miðbæ í Mosfellsbæ.

Íbúðirnar verða fjölbreyttar að stærð og herbergjafjölda og munu vafalítið verða spennandi valkostur fyrir Mosfellinga sem og aðra landsmenn.

Upphaf mun birta hér innan skamms teikningar og 3D myndir af húsunum fyrir áhugasama.

Heimild: Upphaf fasteignafélag