Home Fréttir Í fréttum „Enginn sæstrengur við núverandi kerfi“

„Enginn sæstrengur við núverandi kerfi“

51
0
Guðmundur Ingi Ásmundsson

Ef sæstrengur verður að raunveruleika þarf að styrkja raforkukerfið svo línurnar hafi meiri flutningsgetu, segir forstjóri Landsnets.

Eins og margir aðrir er Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, áhugasamur um framvindu í sæstrengsmálinu. Það verkefni geti haft mikil áhrif á uppbyggingu á raforkukerfinu hérlendis.

<>

„Það er mín afstaða að það eigi að skoða þetta mál mjög vandlega og skoða það út frá íslenskum forsendum. Það blasir við að milli Íslands og Bretlands er mikill verðmunur og sá verðmunur skapar mikil tækifæri sem við eigum að skoða.

Við verðum að skoða þetta í heildarsamhengi við margt annað sem er að gerast hérna. Það eru sjónarmið sem hefur vantað inn í þetta. Meðal annars það að hér á landi er enginn ábyrgur fyrir því að það sé til næg orka. Ef það á að gera einhvern slíkan ábyrgan er það mjög kostnaðarsamt að byggja upp virkjanir eða framleiðslueiningar til að dekka stuttan tíma þegar vandræði koma upp. Menn leggja áherslu á að deila þessari áhættu og draga úr kostnaði og auka orkuöryggi.

Gangi allar forsendur upp þá gæti þetta orðið gott verkefni en við verðum að vanda undirbúninginn. Það liggur fyrir að eins og kerfi Landsnets stendur í dag þá verður enginn sæstrengur tengdur við það. Það þarf að leysa þessi mál með styrkingarnar. Verði af sæstrengnum þarf ekki endilega að byggja fleiri línur en hafa meiri flutningsgetu en ella. Með sæstrengnum verður meiri flutningur milli landshluta en jafnframt skapast meiri tekjur fyrir framkvæmdir. Sem dæmi þá gæti svigrúm skapast til þess að leggja jafnstraumsjarðstreng yfir allan Sprengisand.“

Heimild: Vb.is