Home Fréttir Í fréttum Þingmaður gerir sér grein fyrir vanda ungs fólks á húsnæðismarkaði

Þingmaður gerir sér grein fyrir vanda ungs fólks á húsnæðismarkaði

80
0
Guðlaugur Þór Þórðarson

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska ríkið hafi með handafli hækkað fasteignaverð, meðal annars í gegnum Íbúðalánasjóð og Landsbankann. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi á miðvikudag. Hann segir mikinn vanda vera á fasteignamarkaði, einum hjá ungu fólki sem geti ekki keypt fasteign, og að stjórnmálamenn þurfi að axla ábyrgð ábyrgð á þessu með einhverjum hætti. Með öðrum orðum þurfi stjórnmálamenn að gera eitthvað til það leysa vandann.

<>

Í sjálfu sér er Guðlaugur Þór á réttum slóðum, þegar hann veltir þessum málum fyrir sér, þó reyndar sé þáttur Íbúðalánasjóðs hverfandi þegar kemur að því að þrýsta verði upp á við, þar sem hlutdeild sjóðsins á útlánamarkaði er lítil sem engin. Fyrir löngu sat hann líka í verkefnisstjórn um breytta húsnæðisskipan, en hugmyndir hennar voru kynntar fyrir ári án þess að mikið hafi gerst síðan.

Það er eiginlega óskiljanlegt að Guðlaugur Þór skuli vera að vakna upp við ástandið núna, hálfu ári eftir að ríkisstjórnin ákvað að gefa eignafólki 80 milljarða, kynda undir hækkun fasteignaverðs og skilja unga fólkið eftir með sárt ennið. Hvað ætli það hafi verið sem vakti Guðlaug Þór upp? Það er ekki gott að segja.

Heimild: Kjarninn.is