Home Fréttir Í fréttum Afturkalli leyfi til Valsmanna

Afturkalli leyfi til Valsmanna

73
0

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til í borgarráði í gær að framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda yrði dregið til baka tímabundið.

<>

„Bent er á að uppbygging á Valssvæðinu sé óheimil með vísan til laga um loftferðir,“ vitnuðu sjálfstæðismenn til bréfs innanríkisráðuneytisins.

Lögðu þeir til að leyfið yrði dregið til baka þar til Samgöngustofa hefur lokið umfjöllun um möguleg áhrif lokunar flugbrautar 06/24 og svokölluð Rögnunefnd hefur lokið störfum. Afgreiðslu málsins var frestað.

Heimild: Vísir.is