Home Í fréttum Niðurstöður útboða Engin tilboð bárust í byggingu húsnæðis fyrir Kölku

Engin tilboð bárust í byggingu húsnæðis fyrir Kölku

88
0
Mynd: Grindavik.net

Engin tilboð bárust í byggingu á botnösku- og spillefnaskýla fyrir Kölku þegar fyrirtækið óskaði eftir tilboðum í verkið fyrr í haust. Byggingarnar eru liður í að uppfylla ákvæði í nýju starfsleyfi fyrirtækisins.

<>

Verkfræðistofa Suðurnesja vann hönnun og teikningar auk kostnaðaráætlunar vegna verkefnisins. Stjórn fyrirtækisins fól framkvæmdastjóra hafa samband við nokkur byggingarfyrirtæki og kanna möguleika á að semja um verkefnið á grundvelli kostnaðaráætlunar.

Að þeirri athugun lokinni var samið við byggingafyrirtæki Hjalta Guðmundssonar um byggingu umræddra skýla. Samningsupphæð í spilliefnaskýli kr. 22.627.500 og samningsupphæð í boptnöskuskýli kr. 9.277.300. Gert er ráð fyrir að verklok verði í apríl 2018.

Heimild: Sudurnes.net