Home Fréttir Í fréttum Bjarg byggir 75 íbúðir á Akureyri

Bjarg byggir 75 íbúðir á Akureyri

128
0
Sam­komu­lagið und­ir­ritað. Frá vinstri: Björn Trausta­son fram­kvæmda­stjóri Bjargs, Elín Björg Jóns­dótt­ir stjórn­ar­maður í Bjargi og formaður BSRB, Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son bæj­ar­stjóri og Gylfi Arn­björns­son stjórn­ar­formaður Bjargs og for­seti ASÍ. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Bjarg íbúðafé­lag, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, ætl­ar að byggja 75 íbúðir á Ak­ur­eyri á næstu þrem­ur árum í sam­starfi við bæj­ar­fé­lagið. Bæj­ar­stjór­inn á Ak­ur­eyri seg­ir þetta góða viðbót við hús­næðismarkaðinn og bær­inn komi að mál­inu í því skyni að bæta aðgengi tekju­lægri hópa að ör­uggu leigu­hús­næði.

<>

Bjarg er hús­næðis­sjálf­seigna­stofn­un, rekið án hagnaðarmark­miða og er ætlað að tryggja tekju­lág­um fjöl­skyld­um á vinnu­markaði aðgengi að hag­kvæmu, ör­uggu og vönduðu íbúðar­hús­næði í lang­tíma­leigu. Um er að ræða svo­kölluð leigu­heim­ili að danskri fyr­ir­mynd og hafa samn­ing­ar þegar verið gerðir um upp­bygg­ingu í Reykja­vík og Hafnar­f­irði.

Vilja­yf­ir­lýs­ing um sam­starf Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og Bjargs íbúðafé­lags var und­ir­rituð í bæj­ar­stjórn­ar­saln­um í dag. Það fel­ur í sér að bær­inn veiti 12% stofn­fram­lag til bygg­ing­ar 75 nýrra íbúða á veg­um fé­lags­ins á Ak­ur­eyri á næstu þrem­ur árum, sem sé gert í ljósi þeirra brýnu verk­efna sem blasi við í hús­næðismál­um. Ak­ur­eyr­ar­bær hef­ur nú þegar gefið vil­yrði um út­hlut­un á lóð að Guðmanns­haga 2 í nýj­asta hverfi bæj­ar­ins, Haga­hverfi, fyr­ir a.m.k. 18 íbúðir og fram til árs­ins 2020 verður út­hlutað lóðum fyr­ir sam­tals 75 leigu­íbúðir í bæn­um.

Í til­kynn­ingu seg­ir að við upp­bygg­ingu skuli horft „til atriða eins og fé­lags­legr­ar blönd­un­ar, yf­ir­bragðs, íbúa­lýðræðis og hönn­un­ar og skal það út­fært nán­ar í sam­vinnu aðila.“

Ak­ur­eyr­ar­kaupstaður gerði það að skil­yrði fyr­ir veit­ingu stofn­fram­lags til verk­efn­is­ins að fjöl­skyldu­svið Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hefði að jafnaði ráðstöf­un­ar­rétt að 20% íbúða, sam­kvæmt sér­stöku sam­komu­lagi sem aðilar gera um hvert verk­efni.

Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, seg­ir að þetta fram­tak íbúðafé­lags­ins Bjargs á Ak­ur­eyri sé góð viðbót við hús­næðismarkaðinn og að Ak­ur­eyr­ar­bær komi beint að þessu góða máli í því skyni að bæta aðgengi tekju­lægri hópa að ör­uggu leigu­hús­næði.

„Framund­an er krefj­andi verk­efni sem Bjarg mun leysa af metnaði og í sam­vinnu við heima­menn,“ seg­ir Björn Trausta­son fram­kvæmda­stjóri Bjargs, og fagn­ar sam­starf­inu við Ak­ur­eyr­ar­bæ.

Elín Björg Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Bjargi og formaður BSRB, sagði við þetta tæki­færi gríðarlega mik­il­vægt að fólk hefði ör­uggt leigu­hús­næði á verði sem það réði við.

Gylfi Arn­björns­son, formaður stjórn­ar Bjargs og for­seti Alþýðusam­bands Íslands, sagði að Bjarg hygði á starf­semi um allt land og stefn­an væri sú að það ferli sem nú væri að hefjast myndi standa lengi. „Við erum að hefja langt og far­sælt sam­starf.“

Gylfi sagði sveit­ar­fé­lög sinna þeim sem væru í mest­um vanda en síðan verka­manna­bú­sta­kerfið var lagt niður hefði ákveðinn hóp­ur í raun verið af­skipt­ur; það fólk gæti ekki keypt sér hús­næði því það fengi ekki láns­heim­ild­ir í fjár­mála­stofn­un­um og væri þess vegna illa statt. „Það er efni þessa sam­komu­lags að við erum að staðsetja okk­ur þarna á milli; við vilj­um passa að eng­inn lendi á milli skips og bryggju,“ sagði Gylfi Arn­björns­son.

Sam­komu­lagið und­ir­rituðu Björn Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Bjargs, Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son bæj­ar­stjóri, Elín Björg Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Bjargi og formaður BSRB, og Gylfi Arn­björns­son, stjórn­ar­formaður Bjargs og for­seti ASÍ.

Heimild: Mbl.is