Home Fréttir Í fréttum Snjóflóðavarnir á þéttbýlisstöðum

Snjóflóðavarnir á þéttbýlisstöðum

190
0
Snjóflóðavarnir í Neskaupstað Ljósmynd: Sigurður Hlöðversson

Unnið er að því að verja þéttbýlisstaði þar sem er snjóflóðahætta.

<>

Fréttastofa RÚV hefur útbúið yfirgripsmikla samantekt um snjóflóðavarnir á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram að árið 1997 voru samþykkt lög á Alþingi um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum þar sem segir að sveitarfélög skuli meta hættu á ofanflóðum í byggð þar sem ofanflóð hafa fallið, fallið nálægt henni eða talin er hætta á að snjóflóð falli. Síðan þá hefur verið gert hættumat fyrir alla þéttbýlisstaði á Íslandi þar sem ofanflóðahætta er talin vera umtalsverð.

Árið 2000 tóku gildi ný lagaákvæði um að hættumatsnefndir í viðkomandi sveitarfélögum skyldu gera tillögur að hættumati í samráði við sveitarstjórnir og Veðurstofu Íslands. Með hættumati er metin sú hætta sem lífi fólks er búin vegna ofanflóða í byggð. Reglurnar miðast við þéttbýli.

Þéttbýli: Þyrping húsa þar sem búa að minnsta kosti 50 manns, fjöldi húsa að lágmarki þrjú á hvern hektara og fjarlægð á milli þeirra að jafnaði ekki yfir 200 metrar.

Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við snjóflóðavarnir á Siglufirði, Ísafirði og Eskifirði sem Framkvæmdasýsla ríkisins hefur haft umsjón og eftirlit með.

Umfjöllun RÚV um snjóflóðavarnir má finna í heild sinni hér.

Heimild: Fsr.is