Home Fréttir Í fréttum Stofna fjórar byggingalóðir í landi Húnavalla í fyrsta sinn í 31 ár

Stofna fjórar byggingalóðir í landi Húnavalla í fyrsta sinn í 31 ár

56
0
Mynd: RÚV

Húnavatnshreppur hefur samþykkt stofnun fjögurra byggingalóða í landi Húnavalla og eru þær í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

Lóðirnar eru við Steinholt 1, 2, 3 og 4 og eru fyrir tvö parhús og tvö einbýlishús. Einar K. Jónsson sveitarstjóri Húnavatnshrepps segir að ákvörðun þessi sé tilkomin vegna óformlegra fyrirspurna um lóðir hjá sveitarfélaginu.

Hann segir þetta ánægjuleg tíðindi, sérstaklega í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn í 31 ár sem lóð er úthlutað fyrir íbúðahús í skipulögðu hverfi í sveitarfélaginu.

Heimild: Húni.is

Previous articleFyrsta íbúðarhúsið á Íslandi fær viðurkennda umhverfisvottun
Next articleHæg­ir á sölu dýr­ari íbúða í ný­bygg­ing­um