Home Fréttir Í fréttum Hæg­ir á sölu dýr­ari íbúða í ný­bygg­ing­um

Hæg­ir á sölu dýr­ari íbúða í ný­bygg­ing­um

206
0
. Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Dýr­ar íbúðir í ný­bygg­ing­um ganga hæg­ar út en áður að mati fast­eigna­sala og eru vís­bend­ing­ar um að markaður­inn fyr­ir slík­ar íbúðir sé að mett­ast.

<>

„Það eru marg­ir sem vilja kaupa slík­ar íbúðir en það er hæg­ara sagt en gert þegar fer­metr­inn kost­ar á bil­inu 450-550 þúsund krón­ur. Efna­hag­ur al­menn­ings nær ekki svona langt í mörg­um til­vik­um,“ seg­ir Bogi Pét­urs­son, fast­eigna­sali hjá Heim­ili.

Hann seg­ir að selj­end­ur hafi ekki sömu vænt­ing­ar til íbúða í ný­bygg­ing­um sem séu að koma á markaðinn á næst­unni vegna þess að þær hafi orðið þyngri í sölu á síðustu 8-10 vik­um.

„Sal­an er hæg­ari en áður en gleym­um ekki að hún var brjálæðis­lega hröð. Það er ekk­ert óeðli­legt að það taki 2-3 mánuði að selja fast­eign.“

Í sama streng tek­ur Ingólf­ur Geir Giss­ur­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Val­hall­ar fast­eigna­sölu.

„Það sem ég hef heyrt er að hægst hafi veru­lega á söl­unni og að bygg­inga­meist­ar­ar séu ugg­andi, sér­stak­lega þegar kem­ur að dýr­um íbúðum á þétt­ing­ar­reit­um. Það kem­ur ekki á óvart, því al­menn­ing­ur hef­ur ekki ráð á þess­um íbúðum í stór­um stíl.“

Ingólf­ur seg­ir að á síðustu árum hafi vanda­málið verið það að ekki sé verið að byggja fast­eign­ir fyr­ir fjöld­ann. Enn vanti nægi­legt fram­boð frá sveit­ar­fé­lög­um og seg­ist hann ekki sjá fram á að það batni á næstu miss­er­um.

All­ir byggja sömu gerð

„Það eru færri kaup­end­ur að þess­um dýr­ari eign­um og okk­ar til­finn­ing er sú að markaður­inn fyr­ir þær sé að mett­ast,“ seg­ir Stefán Hrafn Stef­áns­son, sölu­stjóri Stak­fells fast­eigna­sölu og til­tek­ur að íbúðirn­ar sem um ræðir séu á bil­inu 100 til 140 fer­metr­ar í nýj­um fjöl­býl­is­hús­um.

„Ef verðið er komið upp í 500 til 600 þúsund krón­ur á fer­metr­ann þá skipt­ir veru­legu máli hvort  íbúðin er 140 eða 70 fer­metr­ar.“

Spurður hvers vegna hægt hafi á sölu slíkra íbúða seg­ir Stefán Hrafn að þegar vönt­un sé á ákveðinni gerð sé til­hneig­ing til að að all­ir rjúki til og byggi eins. „Síðan kem­ur í ljós að markaður­inn er mett­ur þegar búið er að selja hluta af þess­um íbúðum og þá þyng­ist róður­inn.“

Ekki óeðli­legt að hægi á

Þóra Birg­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Borg­ar fast­eigna­sölu, tek­ur ekki jafn djúpt í ár­inni og hinir.

„Auðvitað er það þannig að mik­ill spenn­ing­ur er í kring­um marg­ar ný­bygg­ing­ar en síðan hæg­ir eðli­lega á. Rúm­ur helm­ing­ur íbúðanna selst hratt en hinar taka lengri tíma.“

Þóra seg­ir vanda­málið sé frek­ar að erfitt sé fyr­ir fyrstu kaup­end­ur að koma á markaðinn, þá gangi tann­hjólið skrykkj­ótt. „Íbúðir sem mér finnst vera dæmi­gerðar fyr­ir fyrstu kaup ganga ekki hratt út.“

Heimild: Mbl.is