Home Fréttir Í fréttum Fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi fær viðurkennda umhverfisvottun

Fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi fær viðurkennda umhverfisvottun

278
0
Frá afhendingu umverfismerkisins Svansins

Tímamót urðu í íslenskri byggingarsögu þann 10. nóvember sl þegar Umhverfisstofnun veitti Mannverki vottun norræna umverfismerkisins Svansins fyrir byggingu visthússins að Brekkugötu 2 í Garðabæ en um er að ræða fyrsta umhverfisvottaða húsið á Íslandi.

<>

Hjónin Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Finnur Sveinsson sem eru eigendur hússins og frumkvöðlar að byggingu þess en Mannverk sá um framkvæmd og verkefnastjórn og ber ábyrgð á því að húsið uppfylli allar kröfur Svansins.

Markmið með byggingunni var að auka umhverfisvitund í byggingariðnaðinum og voru húsaviðmið Svansins lögðu að íslenskum aðstæðum. Nýjungar í húsinu eru það miklar að þær skipta máli varðandi umhverfismál en ekki svo stórar að byggingariðnaðurinn treystir sér ekki til að taka þessi skref. Í bygginguna voru notuð þekkt byggingarefni á Íslandi eins og steypa, steinull og blanda af áklæðningu og timbri.

 

Leitast var við að halda orkunotkun í lágmarki og nota byggingarefni sem hefur ekki verið meðhöndlað með efnum sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, valda stökkbreytingum eða hafa áhrif á frjósemi. Allt timbur í húsinu er rekjanlegt og að lágmarki 70% hluti timburs kemur úr vottaðri skógrækt.

Mannverk hefur frá stofnun haft þá sýn að gera byggingariðnaðinn umhverfisvænni. Sem leyfishafi á Svansvottuðu húsi hefur fyrirtækið skapað sér sérstöðu sem byggingaraðili vistvænna húsa og ryður þar með brautina fyrir fleiri Svansvottuð hús á Íslandi.

Heimild: Mannverk