Borgarbyggð óskar eftir að ráða byggingarstjóra til að fylgjast með nýbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi
Útboð fyrir nýbyggingu Grunnskólans ásamt framkvæmdum við endurnýjun eldra húsnæðis verður auglýst 1. desember 2017. Samið verður við verktaka í ársbyrjun 2018. Framkvæmdin er nokkuð umfangsmikil og gert ráð fyrir þrem framkvæmdaáföngum sem dreifast á árin 2018, 2019 og 2020.
Byggingarstjórinn skal uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til byggingarstjóra í byggingarreglugerð.
Byggingarstjóra er ætlað að vera trúnaðarmaður Borgarbyggðar, undirbúa og hafa eftirlit með framkvæmdum og kostnaðareftirliti.
Umsækjendur um stöðu byggingarstjóra við framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi skulu senda umsókn til Gunnlaugs Júlíussonar sveitarstjóra Borgarbyggðar. Með umsókn skulu fylgja gögn um nám, starfsferil og starfsreynslu.
Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar sími: 433-7100, netfang: gunnlaugur@borgarbyggd.is
Umsóknarfrestur er til 5. nóvember n.k.
Heimild: Borgarbyggd.is