Home Fréttir Í fréttum Lagning ljósleiðara til Hólmavíkur: Míla bauð lægst

Lagning ljósleiðara til Hólmavíkur: Míla bauð lægst

181
0
Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd Jón Halldórsson

Míla átti lægsta tilboð í lagningu ljósleiðara úr Hrútafjarðarbotni norður til Hólmavíkur. Tilboðið hljóðaði uppá 56 milljónir króna og verkinu á að vera lokið fyrir næstu áramót. Þetta er fyrri áfangi þess að hringtengja ljósleiðara um Vestfirði. Seinni áfanginn, tenging á milli Ísafjarðar í botni Ísafjarðardjúps og til Súðavíkur verður boðin út á næsta ári.

<>

Tilboð í lagningu ljósleiðara til Hólmavikur voru opnuð hjá Ríkiskaupum í síðustu viku. Lægsta boð átti Míla ehf. með rúmar 56 milljónir og var miðað við verklok í desember 2015. Orkufjarskipti hf. buðu 92 milljónir og verklok í október 2015 og Tengir hf. bauð 123 milljónir og miðaði við verklok 31. desember.

Heimild: Skutull.is