Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að nýju pósthúsi Póstsins við Larsenstræti 1 á Selfossi

Fyrsta skóflustungan að nýju pósthúsi Póstsins við Larsenstræti 1 á Selfossi

318
0
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri og Elín Höskuldsdóttir stöðvarstjóri Póstsins á Selfossi. Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrsta skóflustungan að nýju pósthúsi Póstsins við Larsenstræti 1 á Selfossi var tekin eftir hádegi í dag. Það var Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, sem tók fyrstu skóflustunguna.

<>

„Þetta er langþráður áfangi. Meðgangan varðandi uppbyggingu pósthúss hér á Selfossi er búin að taka býsna langan tíma, sennilega hátt í áratug, þannig að það er okkur mikið gleðiefni að taka fyrstu skóflustunguna hér í dag,“ sagði Ingimundur áður en hann mundaði skófluna.

Nýja pósthúsið mun sinna allri þjónustu Póstsins á svæðinu. Húsið verður á einni hæð og stærð þess verður rúmir 650 m². Það leysir af hólmi núverandi pósthús við Austurveg en þar starfa 42 starfsmenn.

Vörðufell ehf. átti lægsta tilboðið í byggingu hússins, rúmar 284,4 milljónir króna. ASK arkitektar sáu um hönnun hússins og byggingarstjóri er Rafn Hermannsson.

Jarðvinna hefst næstkomandi mánudag og fyrirhuguð verklok eru 30. október á næsta ári. Áætlað er að opna nýja pósthúsið þann 1. nóvember 2018.

Heimild: Sunnlenska.is